Quantcast
Channel: blogg, Author at Epal
Viewing all articles
Browse latest Browse all 754

Uxinn ásamt skammel á tilboði – Hans J. Wegner

$
0
0

Við kynnum tilboðsverð á Uxanum ásamt skammel frá Erik Jørgensen hannaður af Hans J. Wegner árið 1960.

Wegner var hugfanginn af Picasso og sótti innblástur til hans við hönnun á þessum kraftmikla og skúlptúríska stól. Framleiðsla á stólnum hætti aðeins tveimur árum síðar, árið 1962 því hann þótti of framúrstefnulegur fyrir þann tíma. Uxinn fór svo aftur í framleiðslu árið 1985 með nýrri tækni en þó haldið í upprunalegt útlit og glæsileika. Uxinn hefur unnið til margra verðlauna og verið sýndur um allan heim. „Uxinn er kjarni karlmennskunnar“ segir í lýsingu á stólnum hjá framleiðandanum Erik Jørgensen. Wegner tókst að hanna stól sem er fullkominn hægindarstóll og þykir í dag ómissandi af klassískum húsgögnum. Veldu leður fyrir sígilt útlit eða textíl fyrir meiri hlýju.

Ódauðleg hönnun sem hentar hverju tímabili –

The post Uxinn ásamt skammel á tilboði – Hans J. Wegner appeared first on Epal.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 754