Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 760

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna sýnir í ár á HönnunarMars í Epal ný mynstur í textíllínu sinni frá Ihanna home. Mynstrin heita Woven og Mountains og verða til að byrja með á viskustykkjum og púðum en nú fyrir eru mynstrin, Experience, Dots og Loop.

„Bæði mynstrin eru leikur með línur. Mountains myndar plúsa og mínusa eftir því hvernig sem línurnar mætast og saman mynda plúsarnir og mínusarnir fjöll og dali. Woven línurnar mynda ofið munstur. Í fjarlægð virðist munstrið vera nokkrir heilir fletir úr mis gráum tónum en þegar litið er nær sést að þetta samanstendur af línum sem eru mis stuttar og langar og hvernig þær mætast og vefjast saman eða ná því ekki,“ segir Ingibjörg Hanna.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Cushion_Woven

Mountains mynstrið var frumsýnt í lok síðasta árs í París á Maison&Objet hönnunarsýningunni en Woven er splunkunýtt mynstur, hvorugt hefur þó verið til sýnis áður á HönnunarMars.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
mountains_tea_towel
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Woven_tea_towel
Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

The post HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA appeared first on Epal.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 760